Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Febrúar 2010

SANNGJARNARI UMRÆÐA

Þakka þér fyrir greinina þína um Álftanes og ágæta athugasemd um sama mál í síðdegisútvarpinu í síðustu viku.

SPILAKASSAR: EIGUM VIÐ AÐ FARA AÐ DÆMI PÚTÍNS?

Sæll Ögmundur! . Ég var að lesa innlegg frá Halldóri Á. varðandi spilafíkn og svarið frá þér. Innleggið minnti mig ansi mikið á Hannes nokkurn Hólmstein sem sagði að það væru alltaf einhverjir sem yrðu undir í frjálshyggjuþjóðfélagi og þess vegna væri svo mikilvægt að þeir sem væru ríkir gætu orðið ríkari svo hægt væri að hjálpa þeim sem hefðu orðið undir.

ÁLFTNESINGAR FÁI SANNGJARNA MEÐFERÐ

Þakka þér fyrir málefnalega og góða framsetningu á málefnum Álftnesinga á vefsíðunni. Áform þín um að taka upp umræðu um vanda sveitarfélaga á Alþingi eru vissulega tímabær og ánægjulegt til þess að hugsa ef það megnar að slá á þá frasakenndu fordæmingu sem hefur dunið á Sveitarfélaginu Álftanes frá því í ágúst á liðnu ári.

ÝMSUM HOLL LESNING!

Komdu sæll Ögmundur.. Fín er síðan þín og ötull ertu við skriftirnar. Takk fyrir það. Sammála er ég þér um furðulegheitin í stjórnmálunum á Íslandi nú um stundir.

ENDURVEKJA ÞARF TRAUST

Sæll Ögmundur, Ég verð seint talinn stuðningsmaður þinn þótt mér finnist þú alltaf hreinn og beinn. Sennilega er ég hægri krati, en nóg um það.

FORÐUMST DÓMHÖRKU

Heill og sæll Ögmundur.. Inni á Eyjunni fann ég bloggfærsluna þína sem geymir varnaðarorðin um að forðast dómhörku og þakka þér kærlega fyrir orð þín í henni.

SJÁLFTÖKUNA Í SPENNITREYJU!

Þórólfur Mattíasson er afsprengi þeirrar hugmyndafræði að öllu sé til þess fórnandi að ganga inn í ESB. Íslendingar þurfa uppgjör, út með spillinguna, stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá.

AÐALSTEINN SJÁLFUR

Erum við eitt, Ögmundur, þú og ég? Allavega gæti maður haldið það þegar maður les skrif hins hámenntaða prófessors, Þórólfs Matthíassonar þar sem hann lætur að því liggja að þú hafir skrifað bréf sem ég skrifaði og sendi inn á síðuna þína undir eigin nafni.

FLUGVÉLAR GERÐAR UPPTÆKAR

Sæll Ögmundur.. Það er svo gaman að háskólasamfélaginu. Frá því forseti Íslands bjó til efnislegt vald úr afstrakt rétti þjóðarinnar hafa félagsvísindamenn, heimspekingar, lögfræðingar og stjórnmálafræðingar keppst við að útskýra fyrir okkur dauðlegum muninn á fulltrúalýðræði, þingræði og misskilningi forsetans.

LANDSBANKINN - SEÐLABANKINN

Sæll Ögmundur.. Ég hef skrifað þér nokkrum sinnum tölvupóst, en aldrei sent hann til heimasíðu þinnar. Ég hef fjallað um skoðun mína á ICESAVE og aðkomu þína að því máli.