Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Október 2011

TIL HEIMABRÚKS?

Fréttablaðið þykir mér vera smátt í sér þegar það gerir í fyrirsögn lítið úr nýafstöðnum landsfundum stjórnarflokkanna.

HEFUR EKKERT BREYST?

Rakst á eftirfarandi klausu í bloggi eftir Guðmund Hörð. "Samkvæmt frétt Morgunblaðsins árið 2000 valdi Valgerður Sverrisdóttir, þá viðskiptaráðherra, Þorstein til að taka að sér forystu viðræðunefndar bankans í sameiningarviðræðum sem stóðu þá yfir við Landsbankann.

VIKIÐ FRÁ STEFNU

Frábær grein eftir Þorvald Þorvaldsson í Fréttablaðinu sem mér fannst mjög við hæfi að þú gæfir þér tíma til að lesa.

Á AFTUR AÐ SELJA OKKUR DRAUMALAND?

Sæll Ögmundur.. Gamall hafskipsmaður er nú í iðnaði. Hann er nýkominn úr ferð til Rússlands. Ekki til að kaupa bjórverksmiðju eða iðngarða.

AFMÖRKUÐ UPPLÝSINGAÞRÁ!

Ögmundur minn, það er því miður háttur óvandaðra RÚV-manna, að reyna að breiða yfir sín eigin svik, með því að benda á pólitíska andstæðinga eins og þig, sem eru hliðhollir lýðræði almennings í landinu.

INNKAUP RÍKISLÖGREGLU-STJÓRA

Fæ ekki betur séð en að ríkislögreglustjóri brjóti lög nr. 94/2001 um opinber innkaup og ríkisendurskoðandi hafi rétt fyrir sér.

DYLGJUR?

Sæll Ögmundur.. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir um embætti Ríkislögreglustjóra: "Að mati Ríkisendurskoðunar fór hluti þessara viðskipta í bága við lög um opinber innkaup." Þú getur verið ósammála þessu, en mér finnst sérkennilegt að sagt er á síðu ráðuneytisins: "Sú mynd sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum af embættinu er ómakleg og röng." Hverju hefur verið haldið fram öðru en því að embættið hafi brotið lög, skv.

SÉÐ HEF ÉG KÖTTINN SYNGJA Á BÓK

Einkennileg eru tíðindin um að spara þurfi burt spítalabedda fyrir dauðvona fólk og spara ráðrúm fyrir þá veiku, sem von eiga enn um heilsubót.

TILLAGA UM SOGN

Ég legg til að athugað verði með að nýta Sogn, sem deild útfrá Litla Hrauni, og létta þar með á biðlistum á afplánun.

HÖGGVIÐ Í SAMA KNÉRUNN

Sæll Ögmundur. Nér finnst eitthvað meira en lítið galið þetta með slátrunarfæriband ríkisvaldsins, því það virðist komið á sjálfstýringu einhverra illa forritaðra vélmenna.