Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Júní 2012

SAKLAUS BÖRN

Heill og sæll Ögmundur. Ég skrifa þér vegna máls Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Ég þekki Hjördísi ekkert persónulega en tel mig knúna sem bæði Íslending og móður til að reyna að fá mál hennar heyrt af yfirvöldum.

AULA SKRIFAÐ BRÉF

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/mikill-vidbunadur-logreglu-vegna-forraedismals-i-dag-vard-eg-vitni-ad-thvi-thegar-thrjar-litl Ég veit að það þíðir ekkert að nefna mannréttindi eða heilbrigða skynsemi við þig...en þetta mál gæti amk veitt einhver atkvæði fyrir þig.

TRÚI AÐ ÞÚ GERIR ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR

Sæll Ögmundur.. Öll börn eiga skilið að alast upp laus við ofbeldi. Það hvílir á okkur sem fullorðin eru mikil ábyrgð að tryggja börnum öryggi.

HVATNING

Sæll Ögmundur. Ég hvet þig til að gera e-h í málinu sambandi við forræðisdeilu móður og föðurs sem að er danskur.

SKAMMARLEGT

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVEFC85EF9-DECB-441B-9EE3-C06B0AC03966 Hvernig getur þetta gerst á Íslandi í dag?? Af hverju gerir enginn neitt? Þessi svokallaði "pabbi" þeirra er að beita þau ofbeldi! og er bara allt í lagi að senda þau úr öruggi móður sinnar í krumlurnar á honum? Þetta er skammarlegt!Heiða Björk

GERIR EKKERT!(?)

Ég skora hér með á þig að bregðast við í þessu máli áður en að þetta fullkomna óréttlæti nær fram að ganga.

HUGSIÐ UM BÖRNIN

Ég hef alltaf haldið að það væru forréttindi að vera Íslendingur. Núna er ég hinsvegar mjög sorgmædd og döpur yfir því hvernig íslensk stjórnvöld taka(ekki)á máli þriggja ungra telpna sem eiga íslenska móður.

HJÁLPIÐ

Á ekkert að gera í máli þessara 3 telpna sem saklausar eru sendar úr landi ...Hvað er að ykkur þarna sem eigið að hjálpa til.

AF ÖLLU HJARTA

Ögmundur það er verið að taka 3 litla stúlkur með valdi frá móður þeirra og fara með þær til föður síns í Danmörku, þetta getur ekki átt sér stað, þú verður að hjálpa litlu stúlkunum,ég bið þig af öllu hjarta, kær kveðja,. Sigrún

HÖFÐA TIL SAMVISKUNNAR

Sæll Ögmundur. Ég heiti Helena Stefánsdóttir og er kvikmyndaleikstjóri. Ég er búsett í Svíþjóð þar sem ég stunda framhaldsnám.