Fara í efni

GERIR EKKERT!(?)

Ég skora hér með á þig að bregðast við í þessu máli áður en að þetta fullkomna óréttlæti nær fram að ganga. Hér er þögnin óvirðing í mínum augum og finnst mér skammarlegt að þú skulir þó allavega ekki koma fram og segja frá því að þú getir ekkert gert. Það er í svona málum sem að stjórnmálamenn og stofnanir eiga að beita sér framar öllu. Þetta er fólkið í landinu, þetta er framtíðin og hér er verið að beita óréttlæti sem engin börn á Íslandi ættu nokkurn timann að þurfa að upplifa!!
Virðingarfyllst,
Ólafur S.K. Þorvaldz,
leikari/handritshöfundur

Sæll Ólafur.
Segja að ég sé ekkert að gera! Ég hef haft aðkomu að þessu máli í langan tíma og reynt að gera allt það sem í mínu valdi hefur staðið til að koma því í annan farveg. Það hefur ekki tekist. Því miður.
Með kveðju,
Ögmundur