Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Október 2014

UM BYSSUR, ESB, ICESAVE OG FLEIRA

Byssuvæðing lögreglunnar er eitt furðulegasta mál sem upp hefur komið á undanförnum árum. Það er hápunkturinn á þeirri aðferð núverandi ríkisstjórnar að taka ákvarðanir án þess að bera eitt eða neitt undir þjóðina.

UMRÆÐAN VERÐI HÓFSTILLT

Ég er starfandi lögreglumaður og fylgist með umræðunni um vopnamálin. Mér finnst að verið sé að blása þetta mál of mikið út.

KLÁRIÐ ÁTVR!

Ég vona að þið klárið þetta ÁTVR mál á Alþingi í eitt skipti fyrir öll. Þetta rugl er búið að voma yfir lengi; verið þráhyggjumál nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins og nú eru þeir búnir að fá Bjarta framtíð og Pírata með sér.

HVORKI HÓSTI NÉ STUNA

Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin er látin komast upp með að eyðileggja húsnæðiskerfið án þess að verkalýðshreyfing eða stjórnarandstaða andæfi að einhverju marki? Einhvern tímann hefðu menn risið upp og hreinlega komið í veg fyrir þetta.

SKÝRSLUR BJARTMARZ OG ÖGMUNDAR

Þá er þetta komið. Takk fyrir þessa skýringu á lögregluskýrslunum hér á síðunni. Þá vitum við að skýrslan, sem aðallega hefur verið vitnað í ætti að vera kennd við Jón Bjartmarz yfirlögregluþjón hjá embætti Ríkislögreglustjóra en ekki við þig! Hún fjallar  um mat lögreglunnar sjálfrar á eigin stöðu. . Svo er  Ögmundarskýrslan, sem mætti kalla svo, þverpólitísk vinna um uppbyggingu lögreglunnar.

AÐGENGI OG SÝNILEIKI

Komdu sæll og ávallt blessaður.. Alþingi setti reglur um að allt tóbak skyldi hulið viðskiptavinum verslana en þó vera til sölu.

LYGI GETUR EKKI ORÐIÐ AÐ SANNELIKA

Ítreka fyrri spurningu. Hvaða kaupmenn hafa sagst ekki geta selt áfengi með sömu álagningu og ÁTVR og minni þig á að lygi verður ekki sannari þó hún sé sögð oftar.. Arnar Sigurðsson. . Það er rétt að lygi verður ekki sönn þótt hún sé oft sögð.

YFIRÞYRMANDI ÞÖGN

Sæll Ögmundur,. Ætlar enginn að taka undir með þér að mótmæla húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar, sem nú virðist staðráðin í því að eyðileggja Íbúðalánasjóð.

TÍMASÓUN Í ÞÁGU GAMALLAR KREDDU!

Jóhannes Gr. Jónsson spyr hér á síðunni hvort ekki eigi að hlusta á lýðheilsugeirann út af ÁTVR frumvarpinu.

Á EKKI AÐ HLUSTA Á ÞÁ SEM BEST ÞEKKJA TIL?

Mikið er dapurlegt  að fylgjast með þjarkinu um „brennivín í búðir" frumvarpið. Það er greinilegt að allt heilbrigðisbatteríið, allur forvarnargeirinn, allir sem hafa sett sig inn í þessi mál út frá sjónarhóli heilbrigðismála og lýðheilsu, eru andvígir þessu frumvarpi.