Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Febrúar 2004

Um Stofnsáttmála SÞ

Sæll Ögmundur. Alltaf áhugavert að lesa síðuna þína. Annars vantar mig upplýsingar sem mér dettur í hug að þú getir hjálpað mér með.

Kostnaðarvitund

 Það er mikið talað um kostnaðarvitund um þessar mundir.  Einkum eru það boðberar hins algera peningafrelsis sem um það tala og þá einkum skort á þessari vitund hjá sjúkum, öryrkjum og öldruðum, en það eru hópar sem sumum þykir greinilega vera fyrir.

Sniðugt hjá Íslendingum

Bankarnir birta uppgjör sín fyrir síðasta ár um þessar mundir og kemur í ljós að það er alls ekki svo slæmur bisniss að reka banka nú á dögum.

Um ómeðvitaða pólitíkusa og vímuefnavarnir

Sæll meistari ÖgmundurÁ ágætum vef þínum skrifar þú um málefnalegt innlegg Þorleifs Gunnlaugssonar í umræðu um vímuefnameðferð."En að lokum þetta að sinni: Þeir aðilar sem eru faglegir og vinna markvisst og hafa auk þess sannað sig, þurfa ekki að óttast rækilega úttekt og umræðu um þennan geira heilbrigðisþjónustunnar eins og lagt er til í umræddri þingsályktunartillögu."Þetta er ekki rétt Ögmundur.

Hver er höfundurinn?

Eftirfarandi snilldartexti, leiftrandi af djúpri hugsun, og sem ég afmarka með gæsalöppum svo ég lendi ekki á  Kvíabryggju fyrir hugverkastuld, er eftir þekktan Íslending: “Það er .

Jón Steinar Gunnlaugsson árettar sjónarmið sín

Sæll.. Það sem eigendur stofnfjár voru að selja var stofnfé ásamt þeim aðildum að sparisjóði, m.a. við breytingu í hlutafélag, sem því fylgir samkvæmt lögum.

Fögnuður Davíðs

Þá vitum við að heimastjórn á eitt hundrað ára afmæli um þessar mundir og við vitum líka að Hannes Hafstein er helsta fyrirmynd Davíðs Oddssonar.  Svo mikil fyrirmynd að halda varð sérstaka hátíðadagskrá til þess ða Davíð gæti flutt eina ræðu.  Líka gat Davíð lagt blómsveig að leiði Hannesar og í raun leit út fyrir að Hannes Hafstein hafi verið fullgildur félagi Sjálfstæðisflokksins.  Heimstjórnarafmælið var ein samfelld samkoma Sjálfstæðisflokksins og einkum og sér í lagi Davíðs Oddssonar.  Það meira að segja gleymdist að láta Ólaf Ragnar vita að til stæði að halda ríkisráðsfund, enda ætlaði hann hvort sem var til útlanda í sínu fríi og það hefði verið ókurteisi að ætlast til þess að hann frestaði því eða gerði einhverjar ráðstafanir.Hvernig fer fyrir landinu og þjóðinni þegar Davíð afhendir Halldóri lyklana að stjórnarráðinu?  Þegar maðurinn sem deilir og drottnar sem einvaldur lands og lýðs hverfur af sviðinu.

Hvað ef Hannes hefði verið ófríður væskill og kjarklaus kveif?

Á 100 ára afmæli heimastjórnar er mikið gert með Hannes Hafstein, fyrsta íslenska ráðherrann, og það svo að jaðrar við persónudýrkun.

Framsókn og tjáningarfrelsið

Ég var alveg hjartanlega sammála áherslum þínum í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins sl. laugardag þar sem þú gladdist yfir því ef samruninn á fjölmiðlamarkaði yrði til að styrkja fjárhagsgrundvöll markaðs- ljósvakamiðlanna.