19.04.2004
Ögmundur Jónasson
Það er farið að vora og dag að lengja, og þótt hægt sé að vera sammála draugnum að skemmtilegt sé myrkrið, þegar setið er í heitri og uppljómaðri stofu með skemmtilega bók eða eitthvað annað dundur, þá er vorið indælt og þótt kalt sé er það boð um sumar og vonandi hlýindi. Í morgunsárið er hægt að horfa á sólina roða Hengilinn og á kvöldin er Snæfellsjökull farinn að dilla sér í kvöldroðanum. Ekkert til að ergja sig yfir, allt í lukkunnar velstandi.