Fara í efni

Vantraust á barn síns tíma?

Sæll Ögmundur.
Hefur ykkur ekki dottið í hug að bera upp vantrausttillögu á dómsmálaráðherra í þinginu?
G. Helgadóttir

Heil og sæl.
Sannast sagna hefur þetta ekki verið rætt, einfaldlega vegna þess að menn vita sem er að meirihlutinn er sauðtryggur "sínum mönnum" á ráðherrastólum. Hins vegar minni ég á að það er ekki lengra liðið en síðan í maí að okkur öllum gafst kostur að lýsa vantrausti á þennan mannskap. Ekki var það gert. En vonandi næst. Bjartsýnin lengi lifi.
Kveðja, Ögmundur