Fara í efni

Ætlaði að verða læknir en varð arabi

Þakka þér fyrir allt efnið á síðunni. Sérstaklega fannst mér hressandi að lesa erindi Arundhati Roy sem þú snaraðir á íslensku. Þá fannst mér fróðleg greinin eftir Ray Hanania um áform Sharons í Ísrael. Ég fór í kjölfarið að leita mér upplýsinga um Ray Hanania og rakst þar á þessa frábæru grínagtugu grein sem ég sendi hér slóðina á. Þarna kemur fram hvert hlutskipti fólki er búið þar sem tilveran er alltaf kynþáttagreind. Ray Hanania ætlaði með öðrum orðum að verða læknir en varð arabi. Þetta segir meira en mörg orð. Sjá nánar.
Kveðja, Björn