Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Apríl 2007

HAGSMUNAFÉLAGIÐ GRÆÐGIN

Það var einkar viðeigandi að ganga frá starfslokasamningi Bjarna Ármannssonar 1. maí á hátíðis-  og baráttudegi verkalýðsins.

FRAMSÓKNARBRÆÐUR Í LYKILSTÖÐUM

Mikil átök eiga sér greinilega stað á bak við tjöldin í Framsóknarflokknum. Klíkan sem nú ræður þar á bæ hikar ekki við, 2 vikum fyrir kosningar að skipta um stjórnarformann Landsvirkjunar.

UDE AT SVÖMME

Sæll Ögmundur. Allan þann tíma sem Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur verið á sundi í laug í öðru kjördæmi og í hvert skipti sem hann hefur bætt á sig enn einni samlokunni hef ég velt fyrir mér skilaboðunum í auglýsingunni.

VELSÆLD MÆLD Í MEGAVÖTTUM

Það vantar sannarlega ekki á merkar yfirlýsingar nú í aðdraganda alþingiskosninga. Jóhannes Geir stjórnarformaður Landsvirkjunar til 10 ára fengi nokkuð örugglega bikar, ef um "markverðar" yfirlýsingar væri keppt, þegar hann í gær tjáði fréttamönnum, tárvotum augum að hann skildi ekki hvers vegna sér væri nú hafnað.

EINAR EYJÓLFSSON OG NORÐMENN

Blessaður Ögmundur.Eyfirðingur hefur nú gert samning fyrir hönd stjórnvalda hér um að Íslendingar greiði fyrir veru norskra hermanna sem kynnu að vilja æfa vopnaskak á íslensku landi.

LITLI OG STÓRI

Sæl Ögmundur.Fyrir ekki löngu síðan tók Morgunblaðið upp á því að birta “fréttaskýringar” á forsíðu.

ÍSLAND Í KJARNORKUKLÚBBINN?

Stóra leyndarmálið við kjarnorku er þetta: Kjarnorkusprengjur eru einfaldar. Í Evrópu er að finna ótal ríki sem hafa fyllilega tæknigetuna til þess að smíða kjarnorkusprengjur í tiltölulega stórum stíl.

FRAMSÓKN AÐ STELA FORMENNSKU Í LANDSVIRKJUN

Hvað var Jón Sigurðsson að gera með Rannveigu Rist á bak við luktar dyr iðnaðarráðuneytisins? Hvernig stendur á því að enginn reynir að ganga á eftir honum með beittar spurningar um málið? Hann neitaði blaðamanni strax eftir fundinn með Rannveigu og hann kemst enn upp með það að segja ekki neitt.

ER EITTHVAÐ AÐ?

Erum við ekki að ljúka kosningabaráttunni? Snerist hún um stóriðjustefnuna? Stóriðjustopp? Og hvað svo: Svo er Sjállfstæðisflokkurinn að fá meirihluta og það er haldið áfram með framkvæmdir; nú í Helguvík og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra situr á leynifundum með Alcan um Keilisnes.Ætlar kosningabaráttan að láta þetta fara fram hjá sér?Stærri Sjálfstæðisflokk en nokkru sinni fyrr.Nýtt álver í Helguvík.Nýtt álver í Keilisnesi.Er eitthvað að; á sljóleikinn að ráða kosningaúrslitunum?Sigríður

VARÚÐ: ÞAÐ ER HÆTTA TIL HÆGRI !

Er einhver hætta á því að kjósendur verði látnir gleyma Kárahnjúkavirkjun í kosningunum 12. maí eins og þeir "gleymdu" Kárahnjúkavirkjun fyrir fjórum árum? Hvaða flokkur stóð þá vakt - aleinn?. Er einver hætta á því að kjósendur gleymi ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að styðja  innrásina í Írak? - Hvaða flokkur hefur verið á þeirri vakt um sóma íslensku þjóðarinnar?  Oft aleinn.. Er einhver hætta á því að kjósendur gleymi vaxtaokrinu? Hvaða flokkur hefur talað skýrast um ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar sem eru að birtast í vaxtaokri og byggðahruni?. Er einhver hæta á því að kjósendur gleymi Halldóri og Davíð? . Er ekki allt í lagi að rifja það upp að það eru sömu flokkar og sama stefna sem yrði við völd ef sá hryllingur skellur yfir aftur að stjórnarflokkarnir  fái meirihluta.. Það er alvarleg hætta til hægri.. Sigríður.