Fara í efni

FRAMSÓKN AÐ STELA FORMENNSKU Í LANDSVIRKJUN

Hvað var Jón Sigurðsson að gera með Rannveigu Rist á bak við luktar dyr iðnaðarráðuneytisins? Hvernig stendur á því að enginn reynir að ganga á eftir honum með beittar spurningar um málið? Hann neitaði blaðamanni strax eftir fundinn með Rannveigu og hann kemst enn upp með það að segja ekki neitt. Það er ekki hægt. Langlíklegast er að hann sé að lofa Alcan álveri á Keilisnesi. Er það svo? Ég skora á  blaðamenn að knýja fram niðurstöðu í málinu.

 

Margt bendir til þess að niðurstaðan - þrátt fyrir allt talið um stóriðjustopp  - verði stóriðjusvindl. Og nú er Framsóknarflokkurinn að tryggja  sér formennsku í stjórn Landsvirkjunar til fjögurra ára fyrir kosningar. Það er siðlaust, en það er partur af sama stóriðjusvindlinu;  til að tryggja sér að Framsóknarflokkurinn og íhaldið geti haldið áfram að byggja álver hver sem úrslit kosninganna verða. Framsóknarmaður í formennsku í stjórn Landsvirkunar er eins og blaut tuska framan í kjósendur og lýðræðið.

Sigríður Þórarinsdóttir