Fara í efni

HAGSMUNAFÉLAGIÐ GRÆÐGIN

Það var einkar viðeigandi að ganga frá starfslokasamningi Bjarna Ármannssonar 1. maí á hátíðis-  og baráttudegi verkalýðsins. Hann fær víst 800 milljónir króna. Það er auðvitað alveg upplagt að verkamenn og verkakonur Íslands geri þetta að kröfu sinni í tilefni dagsins að þau fái framvegis minnst 800 milljónir króna þegar þau láta af störum. Það eina sem er flókið er að skilja af hverju hér var látið staðar numið; af hverju ekki 1000 milljónir til að rúnna þetta af.

Þetta verður áreiðanlega  góð viðmiðun fyrir Friðrik Sófusson sem senn lætur af störfum þegar Kjartan Gunnarsson verður forstjóri  Landsvirkjunar.

Og einmitt 1. maí er gott að hugsa um þetta. Vissulega mega þeir skammast sín sem eru með 2 millljónir á ári frammi fyrir öðrum eins afreksmönnum. Það þarf 400 svoleiðis vesalinga á móti þessum ofurmennum. Skyldi þeim aldrei verða hugsað til venjulegs fólks þegar þeir eru að telja upp úr - ekki launaumslaginu, það kemst ekki í það - upp úr launagímaldinu sínu? Hvernig samvisku hafa þeir þegar þeir kalla í Elton John til að spila fyrir sig í fertugsafmælunum á fjarlægum eyjum og kaupa íbúðir sem kosta miljarð. Er nokkuð að?

Eru þeir  ekki áreiðanlega á móti því að hækka kaupið? Það gæti aukið verðbólguna.

Hvernig væri að þessir höfðingjar gengju 1. maí undir merki síns stéttarfélags sem gæti til dæmis heitið Græðgin.

Sigríður