Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Október 2003

Um breytta tíma...og nýjan fána

Fyrir mörgum árum fengu Íslendingar sinn eigin fána sem var í takt við tíðarandann, hann er hinsvegar barn síns tíma.

Vaxtalækkun er kjarabót

Sæll Ögmundur. Ég var að hlusta á þig á útvarpi Sögu í morgun og einnig að lesa grein eftir þig í Fréttablaðinu.  Ég vil þakka þér fyrir hvað þú stóðst þig vel og eins fannst mér greinin eftir þig mjög góð.  Ég tel að ein besta kjarabót fyrir launafólk sé vaxtalækkun.  Mér finnst ekki eðlilegt að vextir af húsbréfum séu 5.1% + verðtrygging.

Kommar og jafnvel hommar

  Eftir því sem Halldór Laxness varð beittari í samfélagsgagnrýni sinni fyrir miðja síðustu öld sökk hann sem fleinn dýpra og dýpra í hold íslensku borgarastéttarinnar – bæði þess hluta sem hægt var að kalla upplýstan og svo plebbana.

Útvarp Reykjavík

Útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík, klukkan er sjö, nú verða sagðar fréttir. Fréttirnar les Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

Þögnin um Kárahnjúka

Sæll Ögmundur Ég las grein Þorleifs Óskarssonar um fjölmiðla. Hann minnist þar á Kárahnjúkavirkjun og litla umfjöllun og rannsókn fjölmiðlamanna á henni.

Spegill, spegill herm þú mér...

Ögmundur. Hugsaðu þér einangraðan mann umkringdan grunnsigldum jámönnum. Hugsaðu þér svo að hann, miðpúnkturinn í þröngum fimm manna hópi, standi með spegil í hendi og fari um leið með gömlu þuluna: Spegill, spegill herm þú mér, hver kommi er í húsi hér? Og svo er alveg sama hvað hann lítur snöggt í Spegilinn, hann sér alltaf sína eigin spegilmynd, en myndin er ekki hann.

Hver er þín ábyrgð?

Ég var að lesa grein þína um "Vörukynningur Samlífs." Það vakti furðu mína ekki síður en þína hve stórt hlutfall þjóðarinnar sér sig knúið til að kaupa sér sérstaka sjúkratryggingu.

Um frjálshyggju, jafnaðarstefnu og óheillakrákur

Sæll ÖgmundurÍ pistli á heimasíðu þinni spyrð þú mig: Ef þú værir ákafur frjálshyggjumaður, myndir þú þá ekki treysta Tony Blair ágætlega fyrir þínum hugsjónum?  Svar: Ég veit ekkert hvað ég mundi gera ef ég væri ákafur frjálshyggjumaður.

Kóngurinn, sprellarinn og ráðgjafinn

Nú kann vel að vera að ég sé eitthvað utan gátta í pólitíkinni þessa dagana, en erindið er sem sagt þetta: Er það rétt að Össur Skarphéðinsson sé óskoraður foringi stjónarandstöðunnar á þingi? Þetta heyrði ég í þættinum sunnudagskaffi á Rás 2 í síðastliðinn sunnudag.

Uppgjöf Morgunblaðsins?

 Sæll Ögmundur. Ég fagna því sem þú segir um Morgunblaðið því ég er eins og þú þeirrar skoðunar að Morgunblaðið eigi ríkari þátt í að gera okkur að heimsborgurum en við viljum kannski viðurkenna sem vildum sjá þúsund blóm blómstra í fjölmiðlaheiminum.