Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Mars 2013

SKÖMM AÐ STOPPA HAPPDRÆTTIS FRUMVARPIÐ!

Þú telur upp ýmis mál sem samþykkt voru á Alþingi og önnur sem ekki hlutu náð. Verst þótti mér að ekki skyldi takast að fá happdrættisfrumvarpið samþykkt.

KREFST SVARS UM BAKKA

Hvernig réttlætir þú nýsamþykkt lög sem heimila atvinnumálaráðherra, samflokksmanni þínum, Steingrími J. Sigfússyni, að semja um milljarða ríkisstuðning upp úr mínum skattavasa til erlendrar kísilmálmbræðslu á Bakka við Húsavík og skattaívilnanir í ofanálag, þar með talið niðurfellingu á tryggingagjöldum? Ég krefst svars.. Jóhannes Gr.

MARGAR ÁSTÆÐUR FYRIR AÐ HALDA FLUG-VELLINUM Í VATNSMÝRINNI

Sæll Ögmundur. Ég styð þig eindregið í baráttunni við að halda Reykjavíkurflugvelli þar sem hann er. Ástæðurnar má meðal annars sjá í meðfylgjandi skjali.

EKKI FÆRA FLUGVÖLLINN!

Ég vil auðvelda fólki að ferðast til Reykjavíkur frá landsbyggðinni og auðvitað á það sama við þegar fólk vill fljúga út á land.

NETFRELSI OG NETÖRYGGI

Til að auka frelsi mitt til að sjá ekki það sem ég vil ekki sjá á netinu, ætti að skylda alla þá sem skaffa netsamband að bjóða gjaldfrjálsa netsíu á internettenginuna.

UM SÖLU BANKA OG INNLIMUN Í ESB

Sæll Ögmundur. Það eru þrjú óskyld atriði sem mig langar að ræða um og það fyrra eru vangaveltur um sölu á tveim bönkum og þjóðinni komi það ekkert við engin þjóðaratkvæðagreiðsla ?? Þetta er bara regin hneyksli því ríkissjóður er búinn að dæla skattpeningum inn í bankana og sparisjóðina og því hljóta greiðendur,fólkið í landinu hafa eitthvað um það að segja? Hitt varðar hugsanlega innlimun okkar í ESB á sama tima og Bretar vilja þaðan út.

UM TJÁNINGU OG LÝÐRÆÐI

Ég er ekki viss um að það sé auðvelt að hamla gegn ofbeldisefni á vefnum en ég er ánægður með umræðuna sem þú hefur vakið.

VIL FÁ AÐ VITA...

Þú berst gegn leyniþjónustu-þingmáli Sivjar Friðleifsdóttur og félaga hennar, Ögmundur. Hef fylgst með því.

UMHYGGJA FYRIR HELLS ANGELS?

Hvers vegna skyldi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vera að spyrja svona áhyggjufullur um hleranir vegna glæparannsókna? Er það umhyggja fyrir Hells Angels? Eða er það umhyggja fyrir félögum úr Flokknum sem hrasað hafa á hálum siðferðs-ís gróðahyggjunnar? Nú er farið að dæma vegna rannsókna Sérstaks saksóknara og þá vakna til lífsins formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Lögmannafélagsins.