Fara í efni

ÞÖRF Á NÝRRI VÍGLÍNU

Í framhaldi af pistli þínum, "Aftur" langar mig að spyrja: Hvað ætlar þú að gera, Ögmundur? VG gerir ekkert - þú ert í VG, þú styður þá ríkisstjórn sem gerir ekkert til varnar heimilunum en býr í haginn fyrir bankakerfi og aðrar fjármálstofnanir svo þær geti búið í haginn fyrir fjármagnseigendur. Svo allt geti orðið áfram eins og það var! Hvað ætlar þú að gera? Helst vildi ég sjá þig ganga burt frá þessum flokki og þessari óstjórn sem hér ríkir og taka ábyrga (sem einhverjir kunna enn að finnast) félaga þína úr VG með þér. Það þarf að draga nýja víglínu - enn og aftur. Kveðja,
Guðmundur Brynjólfsson, fyrrverandi félagi í VG
https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/aftur