Fara í efni

BANKI ALÞÝÐUNNAR

Sæll Ögmundur.
Nú er það svo að í hinum stóra heim fjármagnsins eru bankar og fjármálastofnanir reknir af græðgi. Ég hef ásamt að ég hygg mörgum öðrum verið að hugsa um hvað hægt sé að gera í þessum málum. Mér hefur dottið í hug banki, banki alþýðunnar. Sparisjóður sem þjónaði litlum bæjarfélögum (eða hverfum á hb-svæðinu) þar sem fé bæjarbúa er lagt í sjóð sem væri nóg til að geta haldið úti lánastarfsemi til smærri fyrirtækja og þjónað fjárhagslegum þörfum íbúenda. Hvað heldur þú að hægt sé að gera til þess að fá einstaklinga, lítil fyrirtæki og fjölskyldur til þess að stofna hreinlega banka? Og hvað þarf til að geta stofnað banka? Er Vinstrihreyfingin okkar tilbúin að leggja sitt af mörkum?
Ágúst Valves Jóhannesson

Heill og sæll. Þakka þér bréfið. Held að mjög margir séu farnir að hugsa á þenna veg eftir því sem betur kemur í ljós að sama sukk og óhófshugsunin er enn við lýði í gömlu bönklunum.
Kv.
Ögmundur