Fara í efni

EIGUM VIÐ AÐ LÁTA LÖGFRÆÐINGANA HAFA OKKUR AÐ FÍFLUM?

,,Frávísunarkrafa Orkuveitunnar verður tekin fyrir eftir viku. Hún byggist á því að Svandís eigi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Hún eigi ekki í Orkuveitunni og hafi hvorki fjárhagslega né persónulega hagsmuni af málinu.”
Þessi málsgrein er tekin af vef RÚV. Hvaða rugl er þetta, er OR ekki sameign okkar Reykvíkinga, Skagamanna og íbúa Borgarfjarðar? Kópavogur, Garðabær og fleiri seldu OR sinn hlut í Sameignarfélaginu. Ekki veit ég betur en Svandís  búi í Reykjavík og eigi því bæði fjárhagslega og persónulega hagsmuni af málinu. Auk þess að vera fulltrúi stórs hluta Reykvíkinga í borgarstjórn.
Hverskonar lögfræði er þetta, er verið að gera okkur Reykvíkinga að fíflum? Á Orkuveitan sig sjálf?
Reykvíkingur og einn af eigendum OR.