Fara í efni

ÞINGKONAN VINNI FYRIR KAUPINU SÍNU

Hvað vakir fyrir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingkonu Samfylkingar? Mér hefur helst virst hún hafa það til mála að leggja að finna að við þingmenn VG. Einhvern tíma var hún að nöldra út í þig Ögmundur fyrir að vilja lækka vexti og nú er það Jón Bjarnason sem á að segja af sér fyrir að orða það sem þjóðin öll er að hugsa, nefnilega að fresta aðildarviðræðum við Evrópusambandið á meðan ESB-ríki hafa í hótunum við Ísland. Þetta er hárrétt hjá Jóni Bjarnasyni. Það væri gaman að fá að vita fyrir hvað við höfum greitt Sigríði Ingibjörgu kaup frá síðustu kosningum. Fyrir að agnúast út í þá þingmenn sem vilja standa í fæturna fyrir heimilin og þjóðina? Ég leyfi mér að beina því til þingkonunnar að finna sér verðug viðfangsefni á Alþingi og vinna fyrir kaupinu sínu með því að leggja til eitthvað sem máli skiptir og er uppbyggilegt til málanna.
Sunna Sara