SAMHENT Á NÝJU ÁRI
SAMHENT Á NÝJU ÁRI
Já nú byrjar allt ballið víst
 hjá Bjarna, Sigga og Kötu
 Um samruna ég heyrði tíst
 enda samhent á ríkis jötu.
Æ ráðherra ansi illa fór
 undir mikilli pressu
 þegar flónið Willum Þór
 féll á Þorláksmessu.
,,Vont á til að versna‘‘
Ekkert líst mér árið á
 Ómíkron alsráðandi
 fjöldi er hér vinnu frá
 og móralskur vandi
nú alla daga bænir bið
 að batni leiður andi
 og við fáum loksins frið
 í ástkæru föðurlandi.
DRAUMUR EÐA MARTRÖÐ?
 
 Já heilbrigðisráðherrann hafði draum
 hér landsmenn ættu að gefa því gaum
 þá vildi í flýti
 opna spilavíti
 í Öskjuhlíðinni með gleði og glaum.
Vinnu sóttkví varði Drífa
 Vandræðum bægði frá
 Við þrælahaldi vildi hlífa
 Veikindaréttinn fólkið á.
,Er húmorinn á niðurleið?‘‘
Lífsins vandi leitar á
 Líka áramótasjóvið
 Líta undan þurfti þá
 Lítið annað en kófið.
,,ÁRIÐ 2022‘‘
Árið byrjar hér ekki blítt
 bætir þó í vandann
 Kóf og kreppa uppá nýtt
 kvelja mun landann.
Höf. Pétur Hraunfjörð.