Fara í efni

KÁRAHNJÚKAVANDI Í HNOTSKURN

Þrátt fyrir bölv og ragn vegna Kárahnjúka fer frændi minn þangað alltaf aftur - og aftur.  Kemur svo þaðan enn verri en fyrr. Síðast spurði hann mig. “Getur það verið eðlilegt að vinna við það að snúa bor inní miðju fjalli í hálft ár án sýnilegs árangurs?”
“Er eitthvað vit í að líma saman grjót?”
Síðan spurði hann: “Er eðlilegt að ég sé farinn að sakna Kolkrabbans og hafa samúð með  Hannesi  Hólmsteini?”
Svo endar hann alltaf á þessu:  “Ekki þýðir að leita sálfræðings eða geðlæknis þeir rýja mann inn að skinninu, fjárhags- og siðferðilega, sálfræðingurinn með ruglinu og geðlæknirinn með pillum”.
“Hversvegna í fjandanum styð ég enn Vinstri græna?”
Ég er orðinn þreyttur á þessu, hins vegar veit ég að hann hefur mikið álit á þér. Ég hef hingað til svarað honum á þá leið að við gerum byltingu þegar vorar.?
Getur þú hjálpað mér.
Runki frá Snotru

Sæll Runki og þakka þér bréfið. Skilaðu kveðju til frænda þíns. Mér líst vel á að við gerum byltingu með vorinu.
Kv.
Ögmundur