Fara í efni

FRÁBÆRT AÐ FÁ GUÐMUND Á ÞING!

Það er frábært að fá Guðmund Magnússon inn á þing sem varamann þinn Ögmundur. Hann er góður málsvari okkar öryrkja einsog þú ert reyndar einnig sjálfur. Ég er ekki VG fyllilega sammála í Evrópumálum og er ekkert svona óskaplega uppsigað við Kárahnjúkavirkjun og ykkur í VG. Í samfélgsmálum er ég hins vegar algerlega á ykkar bandi og mér finnst innkoma Guðmundar á alþingi og málflutningur hans einhvern veginn undirstrika þetta. Annars vil ég líka þakka þér framlag þitt í nýlegu Silfri Egils þar sem sumir viðmælenda virtust telja mesta spillingu á Íslandi þrífast í röðum öryrkja. Þessu mótmæltir þú kröftuglega og með rökum. Haf þökk fyrir.
Öryrki (sem mun kjósa VG)