Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Febrúar 2007

VÉLSKÓFLAN OG TÁRIN

Mikil undur eru að gerast í þeirri sveit Mosfellssveit sem Halldór Laxness kom inn á landakort heimsbókmenntanna. Að þessu sinni  er  ekki verið að dýpka, skýra né glöggva bókmenntaarfinn.  Að þessu sinni er okkur  í dag nýr frelsari fæddur í umhverfismálum sem hlekkjar sig grátandi við vélskóflur.

BANKAUMRÆÐA Á VILLIGÖTUM?

Kæri Ögmundur. Það eru sumir sem sjá bara tvenna banka, ríkisbanka sem þarf að borga mikið með versus banka í einkaeigu sem hagnast um milljónatugi og skilar miklu í ríkiskassann.

ER EKKI TÍMABÆRT AÐ SKOÐA HVERNIG MENN VERÐA MILLJARÐAMÆRINGAR?

....hinn rússneski eigandi Chelsea náði til sín nokkrum ríkisfyrirtækjum á sínum tíma á réttum tíma og með aðstoð vel valinna manna og er nú einn ríkasti maður heims.

SPILLT FRAMSÓKN Á FRAMFÆRI ALDRAÐRA!

Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum og eyrum þegar ég sá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hefði tekið peninga úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að fjármagna áróðursbækling fyrir sjálfa sig og þar með Framsóknarflokkinn.

FAGLEG SJÓNARMIÐ RÁÐI Á RÚV

Heill og sæll! Vildi rétt skýra betur sjónarmið mitt í Kastljósinu um RÚV-frumvarpið. Ég tel alveg augljóst að það, að færa mannaráðningar frá Útvarpsráði alfarið til útvarpsstjóra, er til þess fallið að draga úr flokkspólitískum ráðningum, þótt sjálfsagt verði þær ekki úr sögunni.