Fara í efni

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?

Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir  eru 100% eitt prósent. Því þegar kvótahafar selja eða leigja afgangana af sameign þjóðarinnar, þá gildir ómæld frjáls samkeppni og ekkert er lengur aðfinnsluvert við stuttan leigutíma eða háa gjaldtöku.  Enda rísa íslenskir hægrimenn upp við svo búið, slá sér á brjóst og hrópa: "Nú get ég".

Hitt er þó enn furðulegra, að fólkið sem gekk gegn erlendu hervaldi, gangi fyrir íslensku auðvaldi.

Emil J. Ragnarsson.