Fara í efni

ÞAKKA FRAMTAK VG GAGNVART OFBELDI ÍSRAELS

Sæll Ögmundur .
Þakka greinaskrifin um ofbeldið gegn Palestínumönnum og innrásina í Líbanon. Sérstaklega var ég ánægður með bréf þingflokks VG til forseta ísraelska þingsins. Það var kominn tími til að láta í sér heyra vegna ofbeldis ísraelska hersins gegn saklausu fólki í Palestínu og Líbanon. Er ekki kominn tími á útifund og það meira að segja  fyrir löngu?
Bestu kveðjur frá Berlín,
HH

Þakka bréfið. Vissulega kominn tími á útifund enda verður hann á morgun (í dag, föstudag) fyrir framan bandaríska sendiráðið klukkan hálf sex!
Kv.
Ögmundur.