Fara í efni

MORGUNBLAÐIÐ OG KALDASTRÍÐIÐ TÖPUÐU Í PRÓFKJÖRI ÍHALDSINS

Hvers vegna tapar maður í prófkjöri Íhaldsins sem ber höfuð og herðar yfir mótframbjóðendur sína hvað varðar vitsmuni og atgervi? Það gerir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem ekki nær öðru sæti eins og hann vildi en hafnar í því þriðja sem hann vildi ekki. Björn hefur margt til að bera og ótvíræða kosti umfram mótframbjóðendur sína, en samt tapar hann. Ekki vegna mannkosta sinna heldur, skoðana. Hlýtur það ekki að vera skýringin? Er kannski hægt að orða  þetta svona með prófkjör Íhaldsins: Morgunblaðið, Styrmir ritstjóri, Björn Bjarnason og kaldastríðið töpuðu prófkjörinu?
Haffi