Til hamingju Ólafur forseti!
09.06.2004
Ef marka má skoðanakönnun Baugstíðinda í dag hlýtur að vera hátíð í bæ á Bessastöðum. Samkvæmt könnuninni nýtur sitjandi forseti hvorki meira né minna en 66,3% fylgis meðal þjóðarinnar en mótframbjóðendur hans, sem alls endis óþarft er að kynna, eiga svo sannarlega á brattann að sækja.