Var minnst á Kárahnjúkavirkjun fyrir kosningarnar vorið 1999? VG var stofnað 6.f ebrúar 1999. Man einhver sem tók þátt um hvað kosningabaráttan snerist það árið? Var verið að kjósa um Kárahnjúkavirkjun? Mér vitanlega var hún ekki á dagskrá þá.
Það er mér mikið undrunarefni sem fram kemur í pistli Þjóðólfs hér á síðunni þar sem hann segist ekki hafa frétt af framboði frú Auðar Bessadóttur til forsetaembættisins fyrr en í gær.
Svo lítið hefur farið fyrir forsetaframbjóðandanum Auði að ég hafði ekki hugmynd um framboð hennar fyrr en í morgun þegar ég renndi yfir skoðanakönnun Fréttablaðsins.
Sæll og blessaður Ögmundur! Gerast nú veður innlendra stjórnmála válynd, með dýpkandi geðlægðum íslenskra stjórnarherra, í kjölfar aukins þrýstings þeirra veðrabrigða sem fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla mun valda.
Mikið fjölmenni var við opnun málverkasýningar Valgarðs Gunnarssonar, myndlistarmanns í Munaðarnesi á laugardag og var félagsmiðstöðin í orlofsbyggðum BSRB full út úr dyrum.
Sæll Ögmundur. Nú sé mig tilneydda að leita til þín af því að ég er einfaldlega ekki nógu vitlaus til að skilja röksemdir forsetans, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, sem hann varpaði fram í viðtalsþætti í sjónvarpinu í gærkvöld viðvíkjandi synjun sinni á staðfestingu fjölmiðlalaganna.