Yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar formanns Framsóknarflokksins um málsskotsréttinn hafa vakið furðu. Í grein sem Ólína sendir síðunni í dag og ætti að vera öllum sem áhuga hafa á pólitík og þjóðmálum, skyldulesefni eru málin reifuð í sögulegu samhengi.
Áfram heldur umræðan og Davíð og Dóri hafa báðir tengt Ólaf Ragnar við Baugsveldið. Davíð og Dóri þeir góla: ,,Á djöfla hjá Bónus má stóla, þar illskan er mest, og auðvitað sést í merkinu myndin af Óla." Kristján Hreinsson, skáld.
Fyrst kom NATO, síðan kom EES, þá kom öryrkjamálið, síðan Kárahnjúkar. Loks kom fjölmiðlafrumvarpið. Kannski er það minnsta tilefnið til þjóðaratkvæðagreiðslu af fyrrnefndum málum.