Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein, sem birtist hér á vefnum, um þá hugmynd að einhverskonar vinstri dagar kynnu að renna upp hjá Halldóri Ásgrímssyni með haustinu.
Sæll Ögmundur og þakka svarið.Það sem liggur í báðum spurningum mínum er þetta tvennt, hvernig tryggjum við börnunum lögbundinn rétt til kennslu eða menntunar og hvernig tryggjum við að efnahagslegar afleiðingar verkfallsins bitni ekki á foreldrum sem eru illa staddir peningalega, sem geta ekki fengið að vinna heima og sem neyðast til að greiða verulegar upphæðir fyrir gæslu barna á meðan þau fá ekki kennslu í skólunum.
Skemmtileg er sú hugmynd að láta kjósa um þjóðarblóm. Verst er að almennt er fólk ekki búið að átta sig á að atkvæðagreiðslan stendur yfir einmitt nú og fáir dagar til stefnu eða fram til 15.
Ögmundur sæll. Ég á þess kost að gera upp við launanefnd sveitarfélaganna, eða sveitarstjórnarpólitíska forystu Kópavogs í næstu kosningum og þess vegna nenni ég ekki að fjalla um þanna þátt málsins, en mig langar að fjalla um aðrar hliðar kennaraverkfallsins.
Enginn mælir því í mót að auðhyggja setur sívaxandi svipmót á samfélag okkar. Bæði er það náttúrulega svo að nokkrir auðmenn ráða orðið lögum og lofum í þjóðfélaginu og einnig hitt að peningar og bókhald eru að verða nánast einhliða mælikvarði á frammistöðu okkar í samfélaginu. Ef menn ekki gjalda keisaranum það sem hans er, þykir réttmætt að nánast útskúfa viðkomandi.