Ögmundur sæll. Ég á þess kost að gera upp við launanefnd sveitarfélaganna, eða sveitarstjórnarpólitíska forystu Kópavogs í næstu kosningum og þess vegna nenni ég ekki að fjalla um þanna þátt málsins, en mig langar að fjalla um aðrar hliðar kennaraverkfallsins.
Enginn mælir því í mót að auðhyggja setur sívaxandi svipmót á samfélag okkar. Bæði er það náttúrulega svo að nokkrir auðmenn ráða orðið lögum og lofum í þjóðfélaginu og einnig hitt að peningar og bókhald eru að verða nánast einhliða mælikvarði á frammistöðu okkar í samfélaginu. Ef menn ekki gjalda keisaranum það sem hans er, þykir réttmætt að nánast útskúfa viðkomandi.
Í fjöldamorðunum þann 11. september 2001 dóu tæplega 3000 manns. Þessi fjöldamorð, þau mestu í nútímasögu Bandaríkjanna, vöktu réttmætan óhug um allan heim og kölluðu fram mikla samúð við syrgjendur og við bandarísku þjóðina.
Sæll Ögmundur. Halldóri Blöndal var greinilega mjög í mun að klína kóngastimpli á forseta Íslands. Af ræðu hans við setningu Alþingis hagaði hann orðum sínu með þeim hætti að augljóst varð að drullukökubaksturinn var honum hugstæðari en að fjalla um samband þings, forseta og þjóðar.