Friðarins menn verða bráðlega sendir með alvæpni til fjalla í Afganistan með viðkomu í Noregi. Hjá frændum vorum þIggja þeir kennslu í meðferð drápstóla og að skilja á milli feigs og ófeigs á ókunnum fjallaslóðum á bandarísku hernámssvæði í Asíu.
Það er klassísk umræða meðal vinstrisinna hvernig samspili stéttabaráttu og kynjabaráttu skuli hagað. Um þetta rökræddu Clara Zetkin og Lenín og umræðan hefur dúkkað upp við og við, síðast á þessum vettvangi.
Stjórn BSRB, hefur sent Stjórnarskrárnefnd tillögu þess efnis að aðgangur að drykkjarvatni skuli teljast til mannréttinda og að eignarhald á vatni skuli jafnan vera samfélagslegt.
Hér á síðunnni grófflokka ég efnið undir aðskiljanlegum heitum, samfélagsmál, umhverfismál, umheiminum, stjórnmálum og svo framvegis (sjá neðst á síðunni).
Ég skrifaði fyrir nokkrum dögum grein hér á síðuna og nefndi að af umræðu fjölmiðla mætti ætla að þjófélagið væri nú orðið fremur kynskipt en stéttskipt.
Ýmislegt bendir til þess að ekki fylgi hugur máli hjá öllum Framsóknarforkólfum varðandi þá siðbótartilraun flokksins að gera fjármál ráðherra og þingmanna apparatsins opinber, að ekki sé minnst á bókhald flokksins sem að sjálfsögðu er enn vandlega falið í fjóshaugnum.