Það ætlar ekki að ganga átakalaust fyrir ríkisstjórnina að þrengja eignarhaldið á Símanum; koma honum úr almennri eign þjóðarinnar og í hendur á hluthöfum á markaði.
Ég vil spyrja þig Ögmundur hvort þú hafir engar áhyggjur af stöðu Ríkisútvarpsins - og fjáraustri þar á bæ - 3 milljarðar á hverju ári í rekstur útvarpsins.
Danski rithöfundurinn, Hans Scherfig, sagði einhvern tímann að sumir skrifuðu um lífið, aðrir skrifuðu um þá sem skrifuðu um lífið, en svo væru til þeir sem lifðu lífinu.
Birtist í Morgunblaðinu 18.05.05.Gott var að heyra Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúa, lýsa því yfir fyrir hönd borgaryfirvalda að Reykjavíkurborg myndi standa straum af viðgerðarkostnaði á listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur, sem skemmdarverk var unnið á í síðustu viku.
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður hæstvirts forsætisráðherra, reynir nú á heimasíðu sinni að klóra í bakkann, molnaðan bakkann á sínu eigin rjúkandi rofabarði, eftir að hafa orðið uppvís að því að hafa ráðist með afar ósmekklegum hætti að stjórnarmönnum BSRB og formanni samtakanna, Ögmundi Jónassyni.
Ert þú á móti Baugsmönnum?Ólafía Margrét ÓlafsdóttirStutt og skorinorð spurning. Hún barst mér 1. maí og velti ég því fyrir mér hvort tilefni spurningarinnar hafi verið ræður mínar þann dag en þá talaði ég m.a.
Nú birtist í fréttum að forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, fyrrverandi varaformaður Framsóknar og fleiri ætli að klífa Mont Blanc í sumar.
Birtist í Morgunblaðinu 15.05.05Um það var rætt undir þinglokin að nauðsynlegt væri að lengja þinghaldið. Ég blandaði mér í þessa umræðu og kvað mikilvægara að efla innra starf þingsins en lengja þingfundi.