Fara í efni

PÓLITÍSKAR ÁKVARÐANIR Í HEILBRIGÐISKERFINU

Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, var í viðtali á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í vikunni að ræða um ný heilbrigðislög en í þeim hefur verið boðað að ekki verði lengur krafist heimildar heilbrigðisráðuneytisins til að reka ákveðna heilbrigðisstarfsemi.

ÞJÓÐLEGT STJÓRNMÁLAAFL VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR!

Kæri Ögmundur... Það er gott að sjá launafólk vera byrjað að þjappa sér saman undir kjörorðinu “ALLIR FYRIR EINN OG EINN FYRIR ALLA!”   Þetta er góð byrjun, en verður ekki farsælt fyrr en ALLT LAUNAFÓLK, tekur höndum saman, bíti á jaxlinn og gerist samhelt stjórnmálaafl í þjóðfélagi voru! Höfum ofarlega í huga að andstæðingurinn er vel skipulagður, svífst einskis og hefur ótakmarkaða peninga að baki sér, en vill meira.

HVAR ERU JAFNAÐARMENNIRNIR?

Sæll Ögmundur.Ég var að lesa pistlana þína á vefsíðuni sem eru allir hver öðrum betri.  Þú mátt vera hreykinn af vefsíðuni, hún er til fyrirmyndar! Það er von að þú spyrjir “Hvar Eru Kratarnir,” eða öllu heldur JAFNAÐARMENNIRNIR, því Jafnaðarmennirnir virðast hafa horfið með Jóni syni Hannibals en kratar sem nú kalla sig Samfylkingu virðast mér ekki beinlínis vera til að hrópa húrra fyrir - meira í ætt við Blair hinn breska en alvöru Jafnarðamenn með stórum staf! Ég er einna mest hissa á hvernig Össur Skarphéðinsson og hans fylgjendur geta þolað svívirðuna, getur það virkilega verið að aurarnir freisti?  Af hinum gat ég búist við öllu þannig að þeir valda mér síður vonbrigðum - þótt aumari séu!  Þetta er sama spurningin sem var spurð hér áður, “hvar alvöru Framsóknarmennirnir væru.” Þeir virtust hverfa af sjónarsviðinu með Steingrími Hermannssyni, og eftir varð  - með örfáum heiðarlegum undantekningum í framvarðarsveitinni - lítilmótlegur, óþjóðlegur sjálftökuhópur.
KJARAKÖNNUN SFR: AUKIÐ MISRÉTTI

KJARAKÖNNUN SFR: AUKIÐ MISRÉTTI

Á undanförnum dögum hefur SFR, Stéttarfélag í almannaþjónustu, stærsta aðildarfélag BSRB birt mjög svo merkilega kjarakönnun, sem viðsemjendur félagsins verða að gefa gaum að í komandi kjarasamningum.

ÞARF AÐ GERA UPPREISN?

Birtist í DV 17.09.07.Íslendingar eiga ekki að láta það gerast að auðlindum þjóðarinnar verði stolið. Nóg er komið með því að ræna þjóðina aulindum sjávar og löngu mál til komið að endurheimta þær.

EKKI GOTT HJÁ GEIR

Birtist í Fréttablaðinu 17.09.07.Ekki hefur farið leynt, að hafin er fundaröð um utanríkismál á vegum ríkisstjórnarinnar og háskólanna í landinu.

EIGA KJARASAMNINGAR EKKI FRAMTÍÐ FYRIR SÉR?

Blessaður Ögmundur.Þú bendir á niðurstöður úr könnun SFR um launamun á milli okkar sem störfum hjá opinberum stofnunum og hins vegar þeim sem vinna á almenna markaðnum og virðist þeim flest í vil.
HIÐ HUGLÆGA OG MENNINGARLEGA Í TILVERUNNI

HIÐ HUGLÆGA OG MENNINGARLEGA Í TILVERUNNI

Drífa Snædal skrifar athyglisverða og mjög umhugsunarverða grein hér á síðuna þar sem hún fjallar um þá gegndarlausu auðhyggju sem læsir sig nú um þjóðarlíkamann.

DÝRMÆTUSTU AUÐLINDIRNAR Á EKKI AÐ SELJA

Ég vil vara við stóryrtum yfirlýsingum um sölu orkufyrirtækja. Að bendla sölumenn við landráð einsog lesandi hér á síðunni gerir er of langt gengið.

LANDRÁÐ?

Landráð er stórt orð. Og það á að fara varlega með að nota það. Þetta orð er mér þó ofarlega í sinni þessa dagana.