Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, birtist á sjónvapsskjá þegar RÚV kynnti "háar hugmyndir" um byggingu risavaxinnar einkarekinnar heilbrigðisstofnunar í Garðabæ.
Í nýrri skýrslu starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálum er megináhersla lögð á nauðsyn þess að stefna stjórnvalda í peningamálum verði skilvirkari en verið hefur undanfarin misseri.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar telur það vera sérstakt keppikefli að hnýta Ísland enn fastar inn í hernaðarbandalagið NAT'Ó.
Vihjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík sagði í fréttum í kvöld að þótt Orkuveita Reykjavíkur yrði gerð að hlutafélagi þá yrði hún ekki seld á þessu kjörtímabili.
Það gladdi mig að heyra í fréttum hve jákvæður þú varst í garð Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra og Samfylkingarmanns vegna ákvörðunar hans um að fram fari endurskoðun vatnalaganna.
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um síðastliðna helgi er athyglisvert. Það fjallar um stjórnarhætti í Rússlandi og þá sérstaklega undir Pútín núverandi Rússlandsforseta.