
AÐ KUNNA AÐ ÁVAXTA SITT PUND
08.10.2007
Bjarni Ármannsson var ráðinn í stjórn REI án auglýsingar eða umræðu. Haukur Leósson, sem mun vera gamall félagi Vilhjálms borgarstjóra til margra ára, (sem væntanlega skýrir af hverju Haukur dúkkaði upp sem stjórnarformaður OR) hringdi einfaldlega í Bjarna og bauð honum stjórnarformennsku í REI.