Bragi Björnsson skátahöfðingi , sagði í ræðu við hefðbundna skátamessu í Hallgrímskirkju í dag, sumardaginn fyrsta, að þegar hann héldi á vit náttúrunnar í útilegum sumarsins hyrfu allar áhyggjur sem dögg fyrir sólu enda væri bjartsýninni tjaldað.
Morgunblaðið gerir sig sekt um að ráðast að embættismanni sem raunar er þegar kominn á eftirlaun. Ég hef aldrei séð jafn lákúrulega málflutning hjá nokkru dagblaði á Íslandi.
Sæll Ögmundur. Ég hef verið að velta einu máli svolítið fyrir mér. Þann 25-09-2008 var samþykkt af stjórn Kaupþings að fella allar persónulegar ábyrgðir af lánum sem fjöldi fólks innan bankans fékk til að kaupa hlutabréf í bankanum.Sumir fengu aflétt ábyrgðum á milljörðum króna, til að mynda eiginmaður varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
Sæll Ögmundur.. Síðustu dagar hafa eðlilega snúist að nokkru um ábyrgð. Í tilfelli stjórnmálamanna má ekki gleyma að þeirra ábyrgð snýr að nokkru að því hvort þeir rækti skyldur sínum gagnvart kjósendum.