Það verður spennandi að fylgjast með hvort Steingrímur J Sigfússon, Jón Bjarnason, Katrín Jakobsdóttir og Álfheiður Ingadóttir skrá sig með þeim sem vilja halda orkuauðlindunum í eigu þjóðarinnar.
Sæll Ögmundur. Nýverið gaf Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra út áætlaða fiskveiði fyrir næsta ár. Á flestum stöðum bætir ráðherrann tugum þúsunda tonna við ráðgefandi tölur Hafró.
Í mínum huga leikur enginn vafi á því að almeningur á Íslandi - yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar - er andvígur því að selja auðlindirnar í hendur fjármálamanna og veita þeim yfirráð yfir þeim hvort sem í formi beins eignarhalds eða ráðstöfunarréttar til mjög langs tíma.
Til stendur að skipta Orkuveitu Reykjavíkur upp í OR dreifingu og OR framleiðsla eða eitthvað í þá átt. Við sjáum nú hver niðurstaða svipaðrar skiptingar hjá Orkuveitu Suðurnesja varð.
Sæll Ögmundur. Þorleifur Gunnlaugsson skrifaði: "Ráðherra í vinstri stjórn sem ekki nýtir sér lagaákvæði sem þetta til að verja landið fyrir ágangi alþjóðlegra fjármagnseigenda sem í engu munu gæta hagsmuna landsmanna, hlýtur að þurfa að hugsa sinn gang.