Komdu sæll, Ögmundur. Það var gott að þú varðir Lilju Mósesdóttur og ættu hinir í VG að skammast sín fyrir að ráðast á hana, eins og þeir hafi nokkur efni á að dæma hana.
Í einni af mörgum auglýsingum Vinstri Grænna segir "Samþykkjum aldrei fátækt" hvers vegna stöðvið þið þá ekki Árna Pál Árnason í því að skerða lífeyrisgreiðslur til Öryrkja? . K.v.
Á kosningaskrifstofum VG í Kraganum hefur verið meira líf en í flestum kosningum fram til þessa. Þetta er mat „gamalla hunda" sem lengi hafa fylgst með kosningabaráttunni.
Takk fyrir þarfa grein. Allt upp á borðið já! Væri ekki hægt að fá hjálp rannsóknarblaðamanna og kvenna erlendra og innlendra til að svara þessum spurningum sem þú spyrð í lok greinar?: Hverjir eru Magma Energy? Hverjir eiga Suðurorku? Hver á vatnsveituna í Vestmannaeyjum, hver ráðstafar heita vatninu á Reykjanesi næstu 130 árin? Hverjir eru bakhjarlarnir, hver er kennitalan? . Oddný Eir Ævarsdóttir.