Merkilegt nokk þá blasir við manni sú staðreynd að allnokkrir þingmenn úr liði samstarfsflokksins eru að gæla við þá staðreynd að umboð þeirra til samkundunnar muni fást endurnýjað.
Styrkur orðsins SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA útvatnast alveg svakalega við það að verða Atvinnumálaráðherra. Ég er einfaldlega á móti því að JÓNI BJARNASYNI verði skákað út fyrir slíkt.
Nú á að fækka ráðuneytum um þrjú held ég. Eins og fjármálaráðherrann lýsti þessi í hádegisfréttunum var markmiðið að ná fram sparnaði og tiltók að hver maður gæti séð að þá verða færri ráðherrar á launaskrá.
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Þorleifs Gunnlaugssonar, borgarfulltrúa VG, um að fram fari samsvarandi rannsókn hjá borginni og nú hefur farið fram hjá ríkinu um samspil stjórnmála og viðskiptalífs.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri, sinnir held ég því starfi vel sem hún er ráðin til. Hennar er að ávaxta pund þess sem er skráður fyrir Íslandsbanka, sá sem á bankann, eða hefur leyfi til að reka hann.
Íslandsbanki hefur skýrt frá því að hann sé að setja upp útibú í New York til að aðstoða fjárfesta til að komast yfir auðlindir Íslands, sjávarútveginn og orkulindirnar.