Fara í efni

AÐILDAR-UMSÓKNIN ER PENINGASÓUN

Sæll Ögmundur.... Fyrst vil ég segja að grein Björns Jónassonar er mjög góð og bendir fólki á hver örlög íslensku þjóðarinnar verða, ef núverandi ríkisstjórn fær því framgengt að koma íslensku þjóðinni í ESB.  Hann er ekkert að skíta Evrópu út og kalla ráðamenn þar bölvalda heims, sem eiga ekki skilið að Ísland sameinist þeim.

TELUR ESB TIL GÓÐS

Ekki er allt stuðningsfólk VG á móti ESB, öðru nær. Það eru fyrst og fremst 2 þjóðfélagshópar sem óttast um hagsmuni sína verði gengið í bandalagið, útgerðarmenn og bændur.

HITTIR NAGLANN Á HÖFUÐIÐ

Ég hvet alla til að lesa grein Björns Jónassonar í Frjálsum pennum hér á síðunni. Hann skýrir ágætlega hvers vegna bírókratar og háskólamenn margir verða svona æstir þegar ESB bátnum er ruggað.

OLNBOGARÝMI Í BRUSSEL

Fjölmargir menntamenn og stjórnmálamenn hér á landi hafa notið góðs af auknu Evrópusamstarfi eftir gerð EES-samningsins.

STÓRVELDIS-DRAUMAR ESB

Þegar ég las ummæli Hermans van Rompuy um ESB fannst mér ég heyra bergmál úr fortíðini. Hvaða félagsskapur er okkur ætluð að ganga í? Stórveldisdraumar úr Evrópu hafa aldrei orðið til frambúðar.

STUDDUÐ FÁRÁÐSUMSÓKNINA

Blessaður Ögmundur. Greinin þín VIRKISTURN Í NORÐRI? var afar góð og vel skrifuð og mér fannst nákvæmlega engu skipta þó þú hafir notað e-r orð sem sumum fannst ekki passa.
Frettablaðið

Í TILEFNI SKRIFA RITHÖFUNDAR OG PRÓFESSORS

Birtist í Fréttablaðinu 12.08.10.. Á undanförnum tveimur áratugum hef ég  átt þess kost að koma að málefnastarfi á vegum Evrópusambandsins sem stjórnmálamaður og forsvarsmaður í verkalýðshreyfingunni og hef ég reynt að láta til mín taka í slíkri vinnu einsog ég frekast hef orkað.
MAGMA, RÍKIÐ OG BORGIN: TRÚVERÐUGLEIKI Í HÚFI

MAGMA, RÍKIÐ OG BORGIN: TRÚVERÐUGLEIKI Í HÚFI

Margir hafa - réttilega - dásamað Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem meðal annars var fjallað um innbyrðis tengsl í viðskipta- og fjármálalífi svo og tengsl stjórnmálanna við efnahagslífið.
Frettablaðið

DYLGJAÐ UM HIÐ ÓSÉÐA

Birtist í Fréttablaðinu 09.08.10.. Nokkuð óvenjuleg grein birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Hún er eftir varaþingmann Samfylkingarinnar, Önnu Margréti Guðjónsdóttur, og fjallar um skrif mín í Morgunblaðinu sem ekki eru skýrð en harðlega fordæmd, sagt er að þau séu ekki málefnaleg og „kalli því ekki á málefnaleg viðbrögð"!  Skrif mín lýsi „undarlegum" viðhorfum og veki „ónotatilfinningu" sem hafi „trúlega verið markmiðið." Anna Margrét er sjálfri sér samkvæm um að bregðast ekki við málefnalega og skilur hún lesendur, sem ekki þekkja skrif mín, eftir  í lausu lofti en með þá tilfinningu að ég hafi sagt eitthvað sem ekki megi segja.. Ég ætla í fullri hógværð að leyfa mér að halda því fram að skrif mín hafi verið málefnaleg og  leyfi ég mér að óska eftir viðbrögðum á slíkum nótum.. Málavextir eru í grófum dráttum þessir: Síðastliðinn fimmtudag birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu þar sem ég fjallaði um Ísland og Evrópusambandið.
ÞEGAR SIÐSAMLEGRI UMRÆÐU LÝKUR

ÞEGAR SIÐSAMLEGRI UMRÆÐU LÝKUR

Mikil viðbrögð hafa orðið við blaðagrein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar lagði ég út af orðum forseta framkvæmdanefndar Evrópusambandsins, Hermans Van Rompuy, í sama blaði 7.