Sæll Ögmundur og afsakaðu truflunina en eitt skil ég ekki. Jarðgangagerð undanfarin ár hefur verið á kostnað allra í landinu og ekkert rukkað sérstaklega fyrir notkun á þeim.
Sæll Ögmundur.. Þú hlýtur að þurfa að taka þig á þegar þú er beðinn um að birta hatrammar skammir um þig einsog hér á síðunni frá einhverjum NN sem sakar þig og þína samherja um að stunda skemmdarverk (!).
Enginn veit hverjar verða lyktir nýs Icesave samnings. Alþingi á eftir að fara í saumana á samningnum. Margt bendir þó til þess að við séum komin á endastöð í þessu máli sem verið hefur þjóðinni erfiðara en flest mál; ekki fyrst og fremst út á við einsog sumir eru óþreytandi að telja okkur trú um.
Á nú aftur að fara að rífast um icesave? Hvenær kemur að því Ögmundur að þú og þínir líkar þagnið? Á mannamáli: Haldið ykkur saman og gefið vinstri stjórn vinnufrið? Nóg er komið af skemmdarverkum ykkar.. Kv.
Af hverju vinna bankarnir á móti skuldurum? þrátt fyrir loforð þeirra og ríkissjórnar að koma á móts við skuldug heimili í landinu sitja ekki allir við sama borð eða er ekki sama hvort það er Séra Jón eða BARA jón.
Sú niðurstaða sem nú liggur fyrir í Icesave er á engan hátt saman að jafna við þá niðurstöðu sem þing og þjóð stóðu frammi fyrir haustið 2009 og var síðan hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr á þessu ári.
Það eru talin vera ein af frumskyldum ríkisstjórnar að verja hagsmuni þjóðarinnar. Þegar ríkisstjórnin lætur undir höfuð leggjast að færa fram málsvörn gagnvart ESA í Icesave málinu, hlýtur það að teljast ámælisvert.
Í Wikileaks gögnum kemur fram að bandaríska sendiráðið telur að Kínverjar stundi hér iðnaðarnjósnir. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var inntur eftir sínu áliti um þessar ásakanir.