Ég las yfirvegaða og rökfasta grein Ögmundar í Morgunblaðinu. Stundum er persónulegur skætingur svar rökþrota manna og því miður varð sú raunin einmitt í þetta skipti.
Hvers vegna skyldi ég birta þassa mynd, sem tekin er við höfnina í Reykjavík á góðviðrisdegi? Ég birti hana til að vekja athygli á því iðandi lífi sem þarna er að skapast með veitingahúsum, kaffistöðum og listviðburðum.
Sæll Ögmundur.... Fyrst vil ég segja að grein Björns Jónassonar er mjög góð og bendir fólki á hver örlög íslensku þjóðarinnar verða, ef núverandi ríkisstjórn fær því framgengt að koma íslensku þjóðinni í ESB. Hann er ekkert að skíta Evrópu út og kalla ráðamenn þar bölvalda heims, sem eiga ekki skilið að Ísland sameinist þeim.
Ekki er allt stuðningsfólk VG á móti ESB, öðru nær. Það eru fyrst og fremst 2 þjóðfélagshópar sem óttast um hagsmuni sína verði gengið í bandalagið, útgerðarmenn og bændur.
Ég hvet alla til að lesa grein Björns Jónassonar í Frjálsum pennum hér á síðunni. Hann skýrir ágætlega hvers vegna bírókratar og háskólamenn margir verða svona æstir þegar ESB bátnum er ruggað.