LÝÐRÆÐISVÆÐUM SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR!
05.03.2015
Í dag lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stofnun þings kjörinna fulltrúa innan Sameinuðu þjóðanna og tek þar með undir með alþjóðlegum samtökum sem beita sér fyrir því að gera stjórnkerfi Sameinuðu þjóðanna lýðræðislegra. (samtökin heita United Nations Parliamentary Assembly, UNPA: en.unpacampaign.org/index.php ) . . Til þess að breyta stofnanankerfi Sþ þarf samþykki 2/3 aðildarríkjanna og neitunarvald stórveldanna í Öryggisráðinu nægir til að fella allar breytingartillögur.