
VIÐSKIPTARÁÐ VIÐ MJALTIR Í BOÐI FORMANNS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
09.03.2015
Nú er ég farinn að kannast við mína menn, hina pólitísku handlangara Viðskiptaráðs. Fjármálaráðherrann er greinilega þegar farinn að undirbúa sig undir að svara kalli Viðskiptaráðs sem á dögunum krafðist þess að ríki og sveitarfélög seldu arðbærar eignir sínar fyrir 800 milljarða.