
SKIPTIR VG UM NAFN?
16.05.2019
Mér finnst ágæt hugmyndin sem nefnd er í grein þinni um hvernig þú myndir einkavæða raforkuna varðandi nafnabreytingu á Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Það væri markvissara og betur lýsandi að stytta nafnið þannig að flokkurinn héti einfaldlega Hreyfingin framboð . Skammstöfunin yrði ekki síður upplýsandi. Ég hef til þessa alltaf stutt VG en nú er mér öllum lokið og spyr hvað er til ráða? Jóhannes Gr. Jónsson