Fara í efni
STENDUR TIL AÐ BIÐJA KJARARÁÐ AFSÖKUNAR?

STENDUR TIL AÐ BIÐJA KJARARÁÐ AFSÖKUNAR?

Birtist í helgarblaði Morgunblðasins 31.08/01.09.19. Fyrir nokkrum árum varð mikið uppnám á Alþingi þegar til umræðu voru teknar boðsferðir bankastjóra með vini og vildarmenn í dýrar laxveiðiár. Í umræðunni á þingi voru þung orð látin falla um spillingu.  Fljótlega kom í ljós að það voru ekki laxveiðarnar sem fóru fyrir brjóstið á gagnrýnendum heldur hvernig að boðsferðunum var staðið. Þær höfðu nefnilega ekki verið færðar til bókar í fundargerðum bankaráðanna með tilhlýðilegum hætti.   Svo var því kippt í liðinn sem að sjálfsögðu  ...

NOKKUR ATRIÐI SEM ÞINGMENN ÆTTU AÐ VELTA ALVARLEGA FYRIR SÉR - ORKUPAKKI 3

Eins og mörgum er kunnugt er fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann næstkomandi mánudag. Eftir að hafa horft á umræður frá Alþingi, nú í kvöld, er ljóst að of margir þingmenn eru alveg úti að aka í umræðunni og virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir því hvað þar er um að ræða. Talsmenn Pírata eru t.a.m. í „stjarnfræðilegri“ fjarlægð frá inntaki málsins [fastir í sínu fari]. Sama á við um talsmenn VG sem greinilega eru í afneitun og hvorki geta né vilja skilja heildarsamhengi hlutanna. Það á einnig við um flesta talsmenn Sjálfstæðisflokksins og framsóknar.  Þar er gjarnan vísað í  ...
SNORRI INGIMARSSON: LIFIR ÞÓTT HANN DEYI

SNORRI INGIMARSSON: LIFIR ÞÓTT HANN DEYI

...  Snorri er vinum sínum mikill harmdauði. Kannski er það vegna afneitunar á því að bráðasjúkdómur skyldi verða honum að aldurtila svo snögglega, en þannig er því varið með mig, að einhvern veginn finnst mér ekki ganga upp að segja að Snorri Ingimarsson sé allur. Hann er það nefnilega ekki í mínum huga og hygg ég að þar mæli ég fyrir munn margra ...

MÁ BJÓÐA ÞÉR UPP Á SKYR?

Skyrið góða bjóða skalt og skrauthænu eggin Líka mjöðinn íslengst malt máttu troða í segginn. Höf. Pétur Hraunfjörð.

Þingmenn gegn þjóðinni - Orkupakki 3

Lokast núna lásinn hrings, lygi stunda kappar. Enda bráðum utan þings, aumir svikahrappar. Að auðlindum þjóðar er opnun greið, illa er á málum haldið. Fjárglæframennirnir fundu sér leið, fara með dagskárvaldið. ... Kári
AÐ LIFA AF KRAFTI

AÐ LIFA AF KRAFTI

... Á textann hér að ofan rakst ég á þegar ég rótaði í gögnum frá dvöl á vesturströnd Bandaríkjanna sumarið 2014. Þá nutum við um hríð gestristni frænda konu minnar, Skagfirðingsins, Jóns Pálmasonar og konu hans Ann í Seattle í Washington ríki. Faðir Jóns var læknir og eins og sonurinn áhugamaður um allt sem hrærðist í umhvefi hans ... Svo var það amma Ann, skáldkonan Georgina MacDougal Davis. Hún var  ...

FRJÁLST FLÆÐI Á "VÖRUM", SÝNDARSANNLEIKUR OG FJÁRGLÆFRAMENNSKA - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

Í umræðunni um þriðja orkupakkann, undanfarna mánuði, hafa helstu talsmenn ríkisstjórnarinnar talsvert hamrað á því að rafmagn sé „vara“. Þar er stuðst við skilgreiningu ESB. Samkvæmt því fellur rafmagn undir reglur Evrópuréttarins um frjálst flæði. Um innri markað ESB er fjallað í greinum 26-27 í Lissabon-sáttmálanum. Um  frjálst flæði  gilda reglur innri markaðarins og koma fram í sama sáttmála [TFEU] greinum 28-37.  En af lykilreglum innri markaðar Evrópu er reglan um   gagnkvæma   viðurkenningu  ...

TRUMP VILL GRÆNLAND

Donald Trump og Drottningin ei draga hugi saman. Fyrir Grænlandi liggur lotningin en Mette blæs á dramann. Uppí nefið ´ún varla nær undrar engan vandi Trump er henni ekki kær og engum á Grænlandi. Höf. Pétur Hraunfjörð.
SIGURÐUR INGI SÓLAR SIG

SIGURÐUR INGI SÓLAR SIG

Birtist í Morgunblaðinu 20.08.19. Um miðbik sumars birtist grein í Morgunblaðinu eftir formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, undir sólríkri fyrirsögn: Af stjórnmálum og sólskini.  Greinin er skrifuð rétt eftir að ríkisstjórnin hafði skýrt frá undanhaldi sínu í “hráakjötsmálinu”, að hún hygðist ekki verða við áskorunum um að taka þetta umdeilda mál upp á nýjum forsendum gagnvart EES og setja ...

ÞÖRF Á NÝJU AFLI!

Er ekki gott, fórnfúst og þjóðhollt fólk einhverstaðar þarna úti, sem er tilbúið að vinna að því að koma á fót nýju afli til mótvægis við alla stjórnmálaflokkana sem fyrir eru og sem eru ákveðnir í að fórna Íslandi þrátt fyrir vilja meirihluta þjóðarinnar?! Látum þetta ekki gerast. Það liggur mjög mikið við! Við bíðum eftir að heyra frá slíku afli. Halldóra