
STENDUR TIL AÐ BIÐJA KJARARÁÐ AFSÖKUNAR?
31.08.2019
Birtist í helgarblaði Morgunblðasins 31.08/01.09.19. Fyrir nokkrum árum varð mikið uppnám á Alþingi þegar til umræðu voru teknar boðsferðir bankastjóra með vini og vildarmenn í dýrar laxveiðiár. Í umræðunni á þingi voru þung orð látin falla um spillingu. Fljótlega kom í ljós að það voru ekki laxveiðarnar sem fóru fyrir brjóstið á gagnrýnendum heldur hvernig að boðsferðunum var staðið. Þær höfðu nefnilega ekki verið færðar til bókar í fundargerðum bankaráðanna með tilhlýðilegum hætti. Svo var því kippt í liðinn sem að sjálfsögðu ...