Fara í efni
YNDISLEG STUND Í HÓLADÓMKIRKJU

YNDISLEG STUND Í HÓLADÓMKIRKJU

Eins og ég vék að á heimasíðu minni í gær stóð til að sækja tónleika þeirra Hlínar  Pétursdóttur Behrens, söngkonu, og Ögmundar Þórs Jóhannessonar, gítarleikara, í Hóladómkirkju í gær. Það gekk eftir og gott betur því einnig var sótt messa hjá vígslubiskupi, Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, og inn á milli var boðið upp á messukaffi af bestu gerð. Allt var í þetta í boði Hóladómkirkju og Guðbrandsstofnunar og í gæðaflokki eftir því. Tónleikarnir voru að mörgu leyti sérstakir og verða eftirminnilegir, lagavalið, fjölbreytt og skemmtilegt, söngurinn afbragðsgóður og gítarleikurinn að sama skapi. Næstu tónleikar þeirra Hlínar og Ögmundar Þórs verða í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði, 7. ágúst, klukkan 20:30 og í ...  
ÖLL HEIM AÐ HÓLUM !

ÖLL HEIM AÐ HÓLUM !

Ekki er það beinlínis hin hefðbundna Hólahátíð sem dregur mig í dag Heim að Hólum eins og þar stendur. Viðburðir dagsins á Hólum í dag munu þó án efa rísa undir hátíðarheitinu. Að lokinn messu klukkan tvö og messukaffi verður klukkan 16 efnt til tónleika þar sem fram koma þau Hlín Pétursdóttir Behrens , söngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson , klassískur gítarleikari ...  

HERINN: ÚT UM FRAMDYR, INN UM BAKDYR

Samkvæmt útvarpsfréttum eru framundan framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurfluvelli auk ratsjárkerfis í fjórum landshornum, framkvæmdir fyrir 14 milljarða króna. Upphæðin jafngildir ca. 100 nýjum glæsivillum.  „ Framkvæmdunum má skipta í tvo hluta. Annars vegar er uppfærsla á ratsjárkerfum NATO umhverfis landið og hins vegar viðhald og uppbygging á Keflavíkurflugvelli, bæði af hálfu NATO og bandaríska hersins... Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn ...
VG GETUR EKKI LEYFT SÉR AÐ LEYFA HERNUM AÐ SNÚA TIL BAKA!

VG GETUR EKKI LEYFT SÉR AÐ LEYFA HERNUM AÐ SNÚA TIL BAKA!

Herinn sem hvarf af landi brott árið 2006 er að snúa til baka. Og ef hann snýr til baka – og ég endurtek   ef   af verður, ef ekki verður gripið í taumana - þá verður það í boði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst. Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur. Þá er VG eftir. En hvað heyrum við þaðan? ...

Í HÖNDUM AUÐMANNA?

Útlendir hér úr sér breiða upp til hópa kaupa landið Frá fjöruborði og til heiða Íslendingar upp nú standið!! Í Seðlabanka er sigurinn tær sjáum brátt örlagaráðinn Því Katrín valdi konur tvær og fjármálalæs er snáðinn. Frjálshyggju-prestinn við fengum öll vandræðin á Katrínu hengjum okkur til tjóns er Ásgeir Jóns og vaxtaokur enn-þá framlengjum. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

SPURT UM LAGAFRUMVARP

Sæll Ögmundur Þú varnaðir því að Núbó keypti Grímsstaði með reglugerð sem Hanna Birna afnam svo með einu pennastriki fyrir mann eins og Ratcliffe. Guðfríður Lilja lagði fram þingsályktunartillögu. Var ekki hægt að leggja fram lagafrumvarp, stjórnarfrumvarp um málið ... Pétur Þorleifsson

ÁRATUGA ÁHUGI INNAN LANDSVIRKJUNAR Á SÆSTRENG

Þessi grein er einungis stutt úttekt á áhuga Landsvirkjunar á sæstreng til Bretlands (Skotlands) og meginlands Evrópu. Stutt athugun á ársskýrslum, í safni Landsvirkjunar, sýnir vel að áhugi á sæstreng til Evrópu hefur lengi verið til staðar hjá stofnuninni. Í safninu er að finna skýrslur frá árinu 2001-2018. Í skýrslu Landsvirkjunar frá 2003 segir m.a.:  „Rætt var við nokkra nýja aðila um rafmagnssölu til nýrra verksmiðja á ýmsum stöðum á landinu.   Lokið var við forathugun á lagningu sæstrengs milli Íslands og meginlands Evrópu sem unnið var að með Statoil og Statnett í Noregi . [i]   Niðurstaða þeirrar athugunar var að ...

HUNDRAÐ ÁR Í SIGTI

Mörg eru þau merkisár, mig svo lengi undrað. Þrjá ég tugi þigg á brár, þar með yfir hundrað. Kári
LÍFSEIGT ÞINGMÁL UM JARÐAKAUP

LÍFSEIGT ÞINGMÁL UM JARÐAKAUP

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.07.19. Í nóvember árið 2011 flutti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þáverandi alþingismaður, eftirfarandi þingsályktunartillögu á Alþingi og fylgdi ítarleg og vönduð greinargerð: “Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta endurskoða lög og reglugerðir er varða uppkaup á bújörðum og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum. Markmið með endurskoðuninni verði m.a. ... 

LJÓÐMÆLI UM AFMÆLI, ÞJÓÐARSJÓÐ OG ISAVIA

Tuttugu og níu taldi þar tilkomumikið er hlaðið. Í berjamó með börnum var og nálgast hundraðið. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.