Fara í efni
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA VILL ÚT ÚR BRÁÐAMÓTTÖKUNNI

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA VILL ÚT ÚR BRÁÐAMÓTTÖKUNNI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22/23.06.19. Afstaða lækna til boðaðrar heilbrigðisstefnu virðist nokkuð ráðast af því hvar þeir eru starfandi. Afstsaða samtaka lækna er svo aftur varfærin, þeir vilja greinilega sem fæsta styggja og minna á veðurfræðinginn sem sagður var hafa spáð fyrir verslunarmannahelgi: “Gert er ráð fyrir breytilegu veðri - um allt land.“ Það sannleikskorn er í þessari aulafyndni að spá um slæmt veður um verslunarmannahelgi getur  ...

ÖGRUNARAÐGERÐIR GEGN ÍRAN SÝNA ALVÖRU BANDARÍKJANNA

„Við höfum nú 5-10 ár til að hreinsa upp þessi gömlu skjólstæðingsríki Sovétríkjanna, Sýrland, Íran og Írak, áður en næsta risaveldi kemur og skorar okkur á hólm.“   Þetta sagði Paul Wolfowitz þá vara-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (síðar varnarmálaráðherra) árið 1991 á fundi með Wesley Clark yfirhershöfðingja NATO ...Sprengjum var skotið á tvö o líuskip á Persaflóa 13. júní, japanskt og norskt, og bandarísk stjórnvöld (og bresk, Ísraelsk, Sádísk m.m.) segja Írana hafa verið að verki. Núverandi átök Bandaríkjanna og Írans birta okkur ...

RÖKSEMDIN UM AÐ EKKI VERÐI VIKIÐ AF VEGINUM - LAUSNIN Á LÝÐRÆÐISVANDANUM

Hún hljómar sérkennilega „röksemdin“ um að orkupakkamálið hafið í raun verið afgreitt árið 2003. Þar er átt við innleiðingu „annars orkupakkans“ (aðra orkutilskipun ESB). „Rökin“ fela í sér að þar sem upphaf á einhverri vegferð hafi verið markað verði ekki af veginum vikið með nokkru móti. Sjónarmiðið lýsir ekki eingöngu mikilli  nauðhyggju   heldur og lítilli trú á það að hægt sé að endurskoða rangar ákvarðanir. Það má nefnilega færa mjög gild rök fyrir því að þessi vegferð hafi verið mistök, alveg frá upphafi og mistök ber að leiðrétta. En í stað þess að  ...

BIÐLISTINN UM RIDDARAKROSSONN

Ellina hér flestir fá og falla í kör Upphefð jú allir þrá að verða SÖR. Höf. Pétur Hraunfjörð.
“ICELANDAIR” BÝÐUR UPP Á KAFFI OG KÖKU Á ÞJÓÐHÁTÍÐ

“ICELANDAIR” BÝÐUR UPP Á KAFFI OG KÖKU Á ÞJÓÐHÁTÍÐ

Ég varði fyrrihluta þjóðhátíðardagsins í flugvél flugfélags sem einu sinni hét Flugleiðir og einhvern timann Flugfélag Íslands, en heitir nú Icelandair fyrir millilandahlutann og Iceland Connect fyrir hinn innlenda. Icelandair er þó ekki útlenskara en svo að í tilefni dagsins var um borð í vélinni boðið upp á súkkulaðiköku með íslenskum fána á lítilli stöng. Þetta var vel til fundið og kom öllum í gott skap, útlendingum jafnt sem Íslendingum. Síðan fékk maður ...

RAFMAGN ER UNDIRSTAÐA SAMFÉLAGS - HVORKI VARA NÉ ÞJÓNUSTA Í NEINUM VENJULEGUM SKILNINGI - ORKUPAKKI 3

Ýmsum stjórnmálamönnum á Íslandi virðist líka það vel að láta erlendar stofnanir skilgreina fyrir sig eðli fyrirbæra á borð við rafmagn. Taka skilgreiningu ESB á rafmagni sem „vöru“ þannig að hafið sé yfir allan vafa. En því fer fjarri að svo sé. Á skilgreiningunni er einmitt mikill vafi. Enda er hún hönnuð til þess að passa inn í reglur innri markaðar Evrópu, samkeppnisreglur og aðrar þær reglur sem lúta að „frjálsum“ viðskiptum milli ríkja á innri markaðinum. Það hefur verið aldeilis furðuleg upplifun að fylgjast með því undanfarnar vikur og mánuði hvernig íslenska stjórnmálastéttin (að undanskildum Miðflokknum) hefur hrakist  ...

ÞANKAR 17. JÚNÍ

Ég er jafngamall lýðveldinu einn af fyrstu börnum þess Yfir alþingi lauslátu og linu er landinn almennt óhress. ... Höf. Pétur Hraunfjörð

HÚRRA FYRIR BLAÐA- OG FRÉTTAMÖNNUM!

Íslnskir blaða- og fréttamenn hafa ályktað til varnar Wikileaks. Það er fagnaðarefni og um leið undrunarefni. Ég hélt sannast sagna að íslenskir fréttamenn hefðu almennt lagt sig til svefns og svæfu svefninum langa þegar kæmi að gagnrýninni fréttamennsku, hvað þá að verja þá sem NATÓ ríkin ofsækja.  Á þingi er í seinni tíð hins vegar lítið um varnir og orði aldrei hallað á blóðugt NATÓ hernaðarbandalagið. Um mál Julian Assange er helst spurt hver hafi sagt hvað og hver megi segja hvað, aldrei er spurt um afstöðu eða hún viðruð í málum af þessu tagi.  Það róttækasta sem heyrist úr þinghúsi og ráðhúsi er krafa um að kæligeymslu verði komið fyrir í  ... Sunna Sara

VILJA Í STRÍÐ VIÐ ÍRAN

Núna er einn utanríkisráðherra að beljga sig út og vill fara í stríð við Íran. Eftir því sem ég best veit þá réðust Íranir síðast á annað land áður en Bandaríkin voru stofnuð.  Núna eiga Íranir að hafa ráðist á olíuflutningaskip frá Noregi og Japan. Eftir því sem mig minnir þá var það Noregur sem hjálpaði Íran við að koma upp raforkuframleiðslu með kjarnorku. Því er ólíklegt að ... Davíð Örn

"LOFSVERÐ" LYGI

F yrirvara þeir f undu nú, f ylgja krepptum hnúa. L ofsverð þykir l ygi sú, að l áta þingmenn trúa. Kári