RÖKRÉTT VIÐBRÖGÐ KATRÍNAR
13.10.2019
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.10.19. Niðurstaða er vonandi að fást í hin skelfilegu Guðmundar- og Geirfinnsmál þótt enn sé ekki ljóst hverjar lyktir verða. Það er komið undir Alþingi, sem fer með löggjafar- og fjárveitingavald, en í hendur þess er nú komið þingmál frá hendi forsætisráðherra. Einnig er sú leið opin að dómstólar kveði upp endanlegan dóm um skaðabætur. Hver hefur verið gangurinn í þessu máli? Árum saman var það látið danka og öllum tilraunum til endurupptöku hafnað. Á árinu 2011 er hins vegar ákveðið af hálfu framkvæmdavaldsins að ...