
KOLEFNISSPOR Í FINNAFIRÐI?
27.04.2019
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.04.19. Ég veit að það er ekki til vinsælda fallið og þá allra síst á fjölmiðlunum að líkja þeim við dauðyfli. En hvað á að kalla þá fjölmiðla sem hafa ekki kafað í þessi Finnafjarðaráform? Sveitarstjórnir nyrðra – í Vopnafjarðarhreppi og Langanesbyggð - segja að ekki sé hægt að horfa fram hjá “atvinnutækifærinu” sem felist í því að gera Finnafjörð að stórskipahöfn, sjálfri siglingamiðstöð norðurhvels jarðarkringlunnar. Hvorki meira né minna! ...