
ÓGNAR KOLEFNISJÖFNUN NÁTTÚRU ÍSLANDS?
27.05.2019
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26. Orð dagsins er kolefnisjöfnun. Nú síðast hjá sjálfri þjóðkirkjunni. Í vikunni kom fram að hún ætlar að kolefnisjafna sjálfa sig eins og það heitir. Þetta er prýðilegt. Jákvæður vilji og svo umræðan um málefnið hefur án efa áhrif á breytni okkar til góðs. Það eru hinar stífu formúlur og kerfi sem hins vegar er ástæða til að gjalda varhug við. Siðareglur alþingismanna koma upp í hugann. Það sést strax og á að fara að beita þeim. En er þá umræðan um kolefnisjöfnun mikilvægari en jöfnunin sjálf? Umræðan er ...